Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt blessun sín yfir kaupin á Elkem. Þar með er járnblendiverksmiðjan á Grundartanga komin í kínverska eigu.
Það var í janúar s.l. að norski iðnaðarrisinn Orkla tilkynnti um söluna á Elkem AS til kínverska fyrirtækisins China National Bluestar. Elkem AS er móðurfélag Elkem Ísland ehf.
Kínverska ríkisfyrirtækið ChemChina Corporation á 80 prósenta hlut í China National Bluestar, en bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Blackstone Group á 20 prósenta hlut. Óbeint má því segja að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga sé komin í meirihlutaeigu kínverska ríkisins.
Orkla, sem seldi Elkem á tvo milljarða Bandaríkjadala í reiðufé, sem jafngildir um 228 milljörðum króna á núverandi gengi.
ESB hefur samþykkt kaupin á Elkem

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent


Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent



Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent