Fótbolti

Bayern München rúllaði yfir Leverkusen - Dortmund í góðri stöðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gomez skoraði þrennu fyrir Bayern í dag. Mynd. Getty
Gomez skoraði þrennu fyrir Bayern í dag. Mynd. Getty
Tveir leikur fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Borussia Dortmund var í engum vandræðum með Freiburg, en toppliðið vann 3-0. Bayern München valtaði yfir Leverkusen 5-1 og því breikkaði bilið milli Dortmund og Leverkusen.

Borussia Dortmund virðast ekki ætla gefa frá sér þýska meistaratitilinn, en þeir rúlluðu yfir Freiburg, en staðan var 2-0 í hálfleik. Mario Götze skoraði fyrsta mark leiksins eftir um tuttugu mínútna leik  og Mariusz Lewandowski skoraði annað mark leiksins tveim mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Kevin Grosskreutz innsiglaði síðan sigur Dortmund á 78. mínútu og niðurstaðan því 3-0 sigur.



Það var heldur betur mikið um mörk á Allianz Arena í dag en Bayern München vann stóran sigur á Leverkusen 5-1, en þessi lið eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.



Gomez gerði þrennu fyrir Bayern München og var gjörsamlega óstöðvandi. Vonir Leverkusen um að ná Dortmund urðu að engu í dag en nú munar heilum átta stigum á liðunum. Dortmund er í efsta sæti deildarinnar með 69 stig og Leverkusen er í öðru sæti með 61 stig. Bayern München er í þriðja sæti deildarinnar með 55 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×