„Þetta gerist varla betra,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. HK vann frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla og jöfnuðu því einvígið 1-1.
„Í dag héldum við dampi og jukum bara við forskot okkar, en það hefur ekki alltaf verið þannig hjá okkur í vetur“.
„Við enduðum allar okkar sóknir vel og á þann hátt að Akureyri fékk ekki hraðaupphlaup sem kannski lagði grunninn af þessum sigri“.
„Við ætlum okkur áfram úr þessu einvígi og munum selja okkur dýrt á Akureyri,“ sagði Vilhelm
Vilhelm: Frábær leikur hjá okkur
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

