Fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G20 ríkjanna samþykktu á fundi sínum í Washington í gær að taka upp leiðbeinandi viðmiðunarreglur sem mæla hugsanlega hættu sem hagkerfum heimsins stafar af innlendum efnahagsstefnum.
Fylgst verður með öllum G20 ríkjunum með þessu nýja kerfi auk þess sem sérstaklega verður fylgst með þeim ríkjum sem framleiða yfir fimm prósent af heildarframleiðslu ríkjanna. Í þeim hópi eru Bandaríkin, Kína, Japan, Þýskaland og Frakkland.
Taka upp reglur sem mæla hugsanlega hættu af innlendum efnahagsstefnum
