Þó svo Zlatan Ibrahimovic hafi verið til mikilla vandræða hjá AC Milan í vetur hefur félagið engan hug á því að losa sig við leikmanninn í sumar.
Zlatan er kominn í þriggja leikja bann eftir að hafa hellt sér yfir aðstoðardómara í síðustu viku. Í þeim leik var hann nýkominn úr tveggja leikja banni.
"Ég hef ekki trú á öðru en að hann verði hér áfram. Hann hefur verið til fyrirmyndar fyrir utan síðasta mánuð. Þá hefur framkoma hans ekki verið til fyrirmyndar," sagði Massimiliano Allegri, þjálfari Milan.
