Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook.
Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var.
Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider.
Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg.
Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni.
Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil.
Tölvupóstar geta kostað helminginn af Facebook

Mest lesið


Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent


Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent