Fótbolti

Luca Toni kom Juventus til bjargar gegn Genoa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luca Toni fagnar hér þriðja marki Juve. Mynd/Getty
Luca Toni fagnar hér þriðja marki Juve. Mynd/Getty
Juventus vann góðan sigur, 3-2, gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í dag. Juventus hefur gengið nokkuð illa í vetur en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig eftir sigurinn. Genoa er enn í 12. sætinu með 39 stig.

 

Tvö fyrstu mörk leiksins voru heldur einkennileg en Leonardo Bonucci, leikmaður Juve, skoraði sjálfsmark á 17. mínútu og á upphafsmínútu síðar hálfleiks skoraði Marco Rossi, leikmaður Genoa, annað sjálfsmark og staðan því 1-1.

 

Antonio Floro Flores kom Genoa yfir aðeins fimm mínútum síðar. Það liðu ekki nema aðrar fimm mínútur þangað til að Alessandro Matri hafði jafnað leikinn 2-2.  

 

Luca Toni, leikmaður Juventus, skoraði síðan sigurmark leiksins á 83. mínútu en Juventus hefur nú unnið tvo leiki í röð og nálgast óðum Evrópusæti í ítölsku A-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×