„Þetta er góð staða sem við erum komnir í og liðið hefur sýnt flottan karakter í þessum fyrstu leikjum,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.
„Þetta hafa verið svakalega spennandi leikir og það er ofboðslega stutt á milli hláturs og gráts í þessu sporti“.
„Þetta var bara virkilega skemmtilegur handboltaleikur í kvöld, mikill hraði og miklu meira tempó en í síðasta leik“.
„Við lítum bara á hvern leik sem verkefni og pössum okkur á því að vera á jörðinni,“ sagði Einar Andri.
„Við ætlum okkur að gera allt sem við getum til þess að verða Íslandsmeistarar á sunnudaginn, en það verður án efa erfitt“.
Einar Andri: Gerum allt til að landa titlinum
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn