Dollarinn heldur áfram að veikjast 29. apríl 2011 11:39 Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira