Erlent

Stóra stundin nálgast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Middleton mætir á Goring hótelið í kvöld. Mynd/ afp.
Katrín Middleton mætir á Goring hótelið í kvöld. Mynd/ afp.
Katrín Middleton kom á Goring hótelið í miðborg Lundúna nú í kvöld. Þar mun hún dvelja í nótt, en hún og Vilhjálmur Bretaprins munu ganga í hjónaband á morgun. Vilhjálmur prins gaf sér tíma í kvöld til þess að hitta almenna borgara fyrir utan Buckinghamhöll. Þar heilsaði hann fólki og þakkaði fyrir hlýjan hug í sinn garð og Katrínar.

Búist er við því að ein milljón manna muni koma saman á götum Lundúna á morgun til þess að fylgjast með brúðhjónunum, en Daily Telegraph segir að brúðkaupið sé sá atburður hjá konungsfjölskyldunni sem mest hafi verið beðið eftir í 30 ár. Þá er talið að tveir milljarðar manna muni horfa á brúðkaupið í sjónvarpi.

Bein útsending verður frá brúðkaupinu á Stöð 2 og á Vísi og hefst hún á slaginu sjö í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×