ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 17:15 Eiður Smári Guðjohnsenþ Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira
Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Sjá meira