Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport að allar þær sögusagnir um það að Portúgalinn væri á leiðinni til Inter strax aftur á næsta tímabili væru úr lausu lofti gripnar.
„Ég mun einn daginn vinna aftur fyrir Inter en það verður ekki á næsta tímabili,“ sagði þessi snjalli stjóri.
Jose Mourinho vann Meistaradeild Evrópu og tvo ítalska meistaratitla á þeim tveimur árum sem hann var við stjórnvölin hjá Inter.
Ítalskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um mögulega endurkomu Mourinho, en nú hefur hann tekið af allan vafa.
„Nú verður fólk að hætta að velta þessu fyrir sér. Inter hefur sérstakan stað í hjarta mínu og ég mun án efa starfa aftur fyrir félagið, en ekki á næsta tímabili,“ sagði Jose Mourinho við Gazzetta dello Sport.
Mourinho ætlar sér aftur til Inter, en ekki strax
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
