Fótbolti

Lippi með tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Marcello Lippi stendur til boða að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt umboðsmanni hans.

Lippi stýrði ítalska landsliðinu til sigurs á HM 2006 í Þýskalandi en er nú ekki starfandi. Hann tók aftur við landsliðinu árið 2008 en hætti eftir HM í Suður-Afríku í sumar.

Hann hefur verið orðaður við ýmis félög undanfarna mánuði en sonur hans og umboðsmaður, Davide Lippie, sagði við ítalska fjölmiðla að honum standi ýmislegt til boða.

„Honum langar til að byrja að þjálfa aftur,“ sagði hann. „En það þarf þá að vera alvöru starf hjá alvöru félagi.“

„Það er ýmislegt sem stendur til boða bæði á Englandi sem og á Spáni.“

Lippi hefur hefur unnið fimm meistaratitla á Ítalíu og Meistaradeildina einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×