Inter heldur enn í veika von um að verja ítalska meistaratitilinn eftir dramatískan útisigur á Cesena í dag þar sem bæði mörk Inter komu í uppbótartíma.
Igor Budan kom Cesena yfir á 56. mínútu og það mark virtist ætla að duga til sigurs þar til Giampaolo Pazzini tók til sinna ráða.
Hann jafnaði leikinn á 91. mínútu og tryggði Inter svo ótrúlegna sigur á 95. mínútu.
Inter er sjö stigum á eftir toppliði AC Milan sem þarf að misstíga sig svakalega til þess að vinna ekki deildina.
Inter skoraði tvö mörk í uppbótartíma og vann ótrúlegan sigur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
