Einn hataðasti knattspyrnumaður heims, Sergio Busquets, gæti verið í vandræðum eftir að í ljós kom að hann var líklega með kynþáttaníð í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid.
Marca og fleiri blöð vilja meina að Busquets kalli orðið "mono" að Marcelo í myndbandinu hér að ofan. Mono er spænska orðið fyrir api.
Busquets hefur getið sér slæmt orð fyrir óþolandi leikaraskap í gegnum árum og hefur nú bætt kynþáttaníð á afrekalistann.
