Þeir sænsku fjárfestar sem höfðu keypt hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Diamyd Medical máttu horfa á eftir tæplega 3 milljörðum sænskra kr. eða ríflega 50 milljörðum kr., gufa upp í morgun.
Hlutabréf í Diamyd Medical féllu um 83,4% fyrir hádegið á markaðinum í Stokkhólmi. Ástæðan var að lyf gegn sykursýki, sem einnig ber nafnið Diamyd, sem fyrirtækið hefur verið að þróa síðustu 17 árin reyndist ekki virka gegn sykursýki í prófunum.
Við lokun markaða s.l. föstudag var markaðsverðmæti Diamyd Medical 3,4 milljarðar sænskra kr. Eftir „blóðbaðið“ í morgun er markaðsverðmætið hrunið niður í rúmlega 568 milljónir sænskra kr.
Þróunin á sykursýkilyfinu Diamyd hefur hingað til kostað fyrirtækið um hálfan milljarð sænskra kr. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að forráðamenn Diamyd Medical hafi þó ekki gefist upp á lyfinu og ætli að halda áfram að þróa það og prófa.
Sænskir fjárfestar sáu 50 milljarða gufa upp í morgun

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent