Í nýrri úttekt sem birt hefur verið á vefsíðunni CNN Money kemur fram að 4.000 heimili í Bandaríkjunum sem voru með árstekjur upp á eina milljón dollara eða meira, eða tæplega 114 milljónir kr., borguðu ekki krónu í alríkisskatt í fyrra.
Í úttektinni kemur fram að 18.000 heimili þar sem tekjurnar voru hálf milljón dollara eða meiri borguðu heldur ekki krónu í alríkisskatta í fyrra. Í heildina borguðu 45% af öllum heimilum í Bandaríkjunum ekki alríkisskatta í fyrra en megnið af þeim, eða 66%, voru með árstekjur undir 50.000 dollurum eða 5,7 milljónum kr.
Ástæða þess að hinir efnuðu sleppa við að borga alríkisskatta er hvernig skattaumhverfið er samansett í Bandaríkjunum en það ívilnar hinum efnuðu langt umfram það sem gengur og gerist hjá millitekju- og lágtekjufólki.
Helsta skýringin á því af hverju 4.000 heimili með yfir milljón dollara í árstekjur borga ekki skatta gæti, að sögn CNN Money, legið í því að viðkomandi sé enn með mikið ónotað skattatap vegna fjárfestinga á árinu 2008. Þá geti verið um einyrkja eða sjálfstæða atvinnurekendur að ræða eða að viðkomandi gefi mikið af tekjum sínum til góðgerðastarfa.
Þúsundir milljónamæringa borga ekki skatta

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent
