Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.
Philipp Wollscheid kom Nürnberg í 1-0 á 16. mínútu en Gylfi lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Roberto Firmino á 40. mínútu. Brasilíumaðurinn skallaði þá inn aukaspyrnu Gylfa frá hægri.
Gylfi skoraði síðan sigurmarkið sitt á 87.mínútu með laglegu hægri fótar skoti eftir að hafa verið fljótur að átta sig.
Gylfi hefur þar með skorað níu deildarmörk á tímabilinu en þetta var einnig þriðja stoðsendingin hans. Sigurinn kom Hoffenheim upp í níunda sæti deildarinnar.
Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

