Frakkinn Gael Monfils er í 10. sæti á heimslistanum í tennis. Í gær mætti hann Argentínumanninum Juan Monaco í 2. umferð á móti í Madríd.
Monfils kastaði upp fyrir leikinn og eftir að hafa tapað fyrsta settinu 6-3 og var undir 0-3 í öðru settinu gafst hann upp og hélt áfram að æla.
Skýringin á heilsufari Monfils var einföld. Hann borðaði pasta fyrir leikinn og í matnum var ostur en Monfils er með ofnæmi fyrir osti. Osturinn reyndist því örlagavaldur í leiknum í gær.
