Umfjöllun: Bið FH-inga á enda Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 4. maí 2011 21:06 FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira