Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er í hópnum hjá liðinu í seini undanúrslitaleik liðsins á móti Real Madrid í kvöld en hann fór í aðgerð vegna krabbameins í lifur í mars síðastliðnum. Andres Iniesta kemur einnig aftur inn í liðið eftir meiðsli.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sagði á blaðamannafundi í gær að hann búist samt ekki við að hinn 31 árs gamli Abidal muni spila eitthvað í leiknum. Það gæti þó komið sér vel að eiga Abidal að á bekknum enda eru varnarmennirnir Adriano, Maxwell og Gabriel Milito allir á meiðslalistanum.
„Það að hann (Abidal) sé kominn til baka eru stóru fréttir dagsins. Við töluðum við lækna og sjúkraþjálfara og þeir sögðu að hann væri í flottu formi. Hann er hinsvegar búinn að léttast talsvert og þarf því tíma til að byggja sig aftur upp. Það er samt gott að hafa hann á bekknum hjá okkur," sagði Pep Guardiola.
Guardiola mun örugglega nota miðjumanninn Andres Iniesta sem missti af fyrri leiknum vegna meiðsla.
Abidal og Iniesta báðir í hóp Barca á móti Real í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti



„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
