Það verður ekkert af því að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani skipti um félag í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Napoli sem gildir til ársins 2016.
Fjölmörg félög hafa sýnt Cavani áhuga í vetur og var fastlega búist við því að hann myndi semja við eitt af stærstu liðum Evrópu.
Cavani er búinn að skora 26 mörk fyrir Napoli.
Cavani framlengdi við Napoli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
