Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan mætti óvænt í kveðjuþátt sjónvarpskonunnar Oprah Winfrey sem fram fór í United Center, heimavelli Chicago Bulls.
Jordan var ein af fjölmörgum stjörnum sem komu á óvart með nærveru sinni í þættinum en Winfrey er að kveðja skjáinn eftir 25 ár.
Það var Will Smith sem kynnti Jordan til leiks og sagði hann vera manninn sem hefði byggt húsið.
Jordan hélt stutta tölu í þættinum. Sagði að Oprah hefði alltaf verið honum innblástur og að hann elskaði hana.
Jordan sagðist elska Oprah
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
