Samkvæmt fjárhagsyfirliti Barack Obama Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans Michelle liggur sparnaður þeirra aðallega í bandarískum ríkisskuldabréfum. Yfirlitið var birt í gærdag og nær yfir síðasta ár.
Heildareignir þeirra hjóna nema tæpum 15 milljónum dollara eða rúmlega 1,7 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 12 milljónir dollara bundnar í ríkisskuldabréfum.
Þá hafa þau hjónin sett hálfa milljón dollara eða tæplega 60 milljónir króna til hliðar í sérstakan sjóð sem á að standa undir menntun dætra þeirra Maliu og Sasha.
