Þungavigtarfólk á vitnalista í landsdómsmálinu 13. maí 2011 19:30 Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra á þriðjudag. Aðalmeðferð fyrir landsómi verður í haust hér í húsakynnum landsdóms í Þjóðmenningarhúsi. Listi yfir vitni ákæruvaldsins er ansi athyglisverður en þar er helsta þungavigtarfólk í ríkisstjórn og embættismannakerfi Íslands þegar bankarnir fóru á hliðina haustið 2008, en fréttastofan hefur fengið flest nöfnin á listanum staðfest. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf að bera vitni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar Kristinn Guðfinsson, Kristján Möller og Björn Bjarnason. Þá eru seðlabankastjórarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson þarna einnig. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME. Sturla Pálsson og Tryggvi Pálsson frá Seðlabankanum. Bolli Þór Bollason, Baldur Guðlaugsson og Jónína Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Þá eru þarna bankastjórar allra stóru bankanna, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru engir stórir hluthafar föllnu bankanna á listanum. Þá eru engir útlendingar beðnir um að gefa skýrslu heldur. Málið verður tekið fyrir í landsdómi 7. júní. Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra á þriðjudag. Aðalmeðferð fyrir landsómi verður í haust hér í húsakynnum landsdóms í Þjóðmenningarhúsi. Listi yfir vitni ákæruvaldsins er ansi athyglisverður en þar er helsta þungavigtarfólk í ríkisstjórn og embættismannakerfi Íslands þegar bankarnir fóru á hliðina haustið 2008, en fréttastofan hefur fengið flest nöfnin á listanum staðfest. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf að bera vitni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar Kristinn Guðfinsson, Kristján Möller og Björn Bjarnason. Þá eru seðlabankastjórarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson þarna einnig. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME. Sturla Pálsson og Tryggvi Pálsson frá Seðlabankanum. Bolli Þór Bollason, Baldur Guðlaugsson og Jónína Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Þá eru þarna bankastjórar allra stóru bankanna, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru engir stórir hluthafar föllnu bankanna á listanum. Þá eru engir útlendingar beðnir um að gefa skýrslu heldur. Málið verður tekið fyrir í landsdómi 7. júní.
Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira