Þungavigtarfólk á vitnalista í landsdómsmálinu 13. maí 2011 19:30 Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra á þriðjudag. Aðalmeðferð fyrir landsómi verður í haust hér í húsakynnum landsdóms í Þjóðmenningarhúsi. Listi yfir vitni ákæruvaldsins er ansi athyglisverður en þar er helsta þungavigtarfólk í ríkisstjórn og embættismannakerfi Íslands þegar bankarnir fóru á hliðina haustið 2008, en fréttastofan hefur fengið flest nöfnin á listanum staðfest. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf að bera vitni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar Kristinn Guðfinsson, Kristján Möller og Björn Bjarnason. Þá eru seðlabankastjórarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson þarna einnig. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME. Sturla Pálsson og Tryggvi Pálsson frá Seðlabankanum. Bolli Þór Bollason, Baldur Guðlaugsson og Jónína Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Þá eru þarna bankastjórar allra stóru bankanna, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru engir stórir hluthafar föllnu bankanna á listanum. Þá eru engir útlendingar beðnir um að gefa skýrslu heldur. Málið verður tekið fyrir í landsdómi 7. júní. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra á þriðjudag. Aðalmeðferð fyrir landsómi verður í haust hér í húsakynnum landsdóms í Þjóðmenningarhúsi. Listi yfir vitni ákæruvaldsins er ansi athyglisverður en þar er helsta þungavigtarfólk í ríkisstjórn og embættismannakerfi Íslands þegar bankarnir fóru á hliðina haustið 2008, en fréttastofan hefur fengið flest nöfnin á listanum staðfest. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn eru á listanum en öll stjórnin á hrunárinu þarf að bera vitni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar Kristinn Guðfinsson, Kristján Möller og Björn Bjarnason. Þá eru seðlabankastjórarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson þarna einnig. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME. Sturla Pálsson og Tryggvi Pálsson frá Seðlabankanum. Bolli Þór Bollason, Baldur Guðlaugsson og Jónína Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Þá eru þarna bankastjórar allra stóru bankanna, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru engir stórir hluthafar föllnu bankanna á listanum. Þá eru engir útlendingar beðnir um að gefa skýrslu heldur. Málið verður tekið fyrir í landsdómi 7. júní.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira