Axcel með einn mesta hagnað í sögu Danmerkur 12. maí 2011 10:29 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46
Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09