Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi Toshiki Toma skrifar 11. maí 2011 13:37 Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveimur stigum. Á fyrra stigi er kveðinn upp úrskurður hjá Útlendingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð þá getur hann áfrýjað úrskurðnum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins, þá á viðkomandi rétt til höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt að hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá Innanríkiráðuneytinu, getur hann haldið afram því að dvelja á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pyntingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringumstæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum, breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleitanda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða(veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengri en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is þann 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra meðal annars: ,,Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerfinu." Hann sagði að viðbrögð Mehdi hafi hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í ,,ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar." Lagabreytingarnir sem samþykktar voru á Alþingi síðasta hausti eru til að tryggja lágmarksmannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að það er ekki hægt að gera staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda sögur þrátt fyrir margra ára rannsóknir af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsóknar, en engu að síður sýnist mér eins og að starfshættir Útlendingastofnun byggist áfram gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki hver og einustu vinnubrögð ÚTL og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt er það einnig satt að ég get ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendingastofnununarinnar varðandi mál Mehdis. Ég tel að Útlendingastofnun þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendingastofnun og einnig innanríkisráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælismál hafi verið breytt.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun