Merkel styður Draghi í stöðu seðlabankastjóra Evrópu 11. maí 2011 10:44 Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. Merkel segir í viðtali við þýska blaðið Die Zeit að hún þekki Draghi og að hann sé áhugaverð og reynslumikil persóna. Þar að auki sé hann á sömu línu og þýsk stjórnvöld hvað varðar stöðugleika í samfélaginu og trausta efnahagsstjórn. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta sé fyrsta yfirlýsingin sem Merkel hefur gefið um stöðu bankastjóra ECB og hún var staðfest af talsmanni hennar Steffen Seibert. ”Þetta sagði hún nákvæmlega,” segir Seibert í tölvupósti til Bloomberg. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands tjáði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu í síðasta mánuði að hann styddi Draghi í æðsta embætti ECB, sem er það næstáhrifamesta í fjármálum heimsins á eftir stöðu seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hið sama hefur Elena Salgado fjármálaráðherra Spánar gert. Mario Draghi er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. Merkel segir í viðtali við þýska blaðið Die Zeit að hún þekki Draghi og að hann sé áhugaverð og reynslumikil persóna. Þar að auki sé hann á sömu línu og þýsk stjórnvöld hvað varðar stöðugleika í samfélaginu og trausta efnahagsstjórn. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta sé fyrsta yfirlýsingin sem Merkel hefur gefið um stöðu bankastjóra ECB og hún var staðfest af talsmanni hennar Steffen Seibert. ”Þetta sagði hún nákvæmlega,” segir Seibert í tölvupósti til Bloomberg. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands tjáði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu í síðasta mánuði að hann styddi Draghi í æðsta embætti ECB, sem er það næstáhrifamesta í fjármálum heimsins á eftir stöðu seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hið sama hefur Elena Salgado fjármálaráðherra Spánar gert. Mario Draghi er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent