Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus 11. maí 2011 08:19 Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer." Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer."
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira