Fótbolti

Sepp Blatter hættur við að mæta á úrslitaleikinn í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Mynd/AP
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur afboðað komu sína á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem er á milli Barcelona og Manchester United og fer fram á Wembley í London í kvöld.

Ástæðan er sú að Blatter þarf að nota allan sinn tíma til að undirbúa sig fyrir það að koma fram fyrir Siðanefnd FIFA á morgun. Blatter þarf þar að svara fyrir aðkomu sína af mútumáli sem kom upp á FIFA-fundi í karabíska hafinu.

Blatter ætlaði að mæta á úrslitaleikinn en þar átti hann möguleika á að hitta formenn allra 53 aðildarsambanda UEFA sem hefði komið sér vel í kosningarbaráttu sinni fyrir endurkjöri sínu sem formanns FIFA.

Mohamed bin Hammam, mótframbjóðandi Blatter til forsetaembættsins, er sakaður um mútuþægni á fundi með karabísku fótboltasamböndunum og Blatter er ásakaður að hafa vitað af málinu og látið það afskiptalaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×