Barcelona fór illa með United á Wembley - vann 3-1 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2011 18:30 Lionel Messi. MyndAP Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26
Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04
1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53
Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38
Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19
Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02
Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57
Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11
Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu