Sunddrottning opnar matardagbók 28. maí 2011 12:29 Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira