Scottie Pippen hristi vel upp í netheimum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið með athyglisverða yfirlýsingu í útvarpsviðtali hjá ESPN í gær. Pippen var þá að bera saman þá LeBron James og Michael Jordan.
„Jordan er besti skorarinn til þess að spila körfubolta en James gæti orðið besti leikmaðurinn sem hefur spilað körfubolta," sagði Scottie Pippen í þessu útvarpsviðtali.
Það létu margir Pippen heyra það á twitter-síðu sinni og ákvað að henda inn færslu þar sem hann dróg aðeins í land.
„Fyrir alla sem ekki vita það þá spilaði ég leikinn sem þið eruð að horfa á og gleðjast yfir. Ekki misskilja mig, MJ er og verður sá besti en LeBron gæti vissulega komist upp á sama pall og hann einhvern daginn," skrifaði Pippen á twitter-síðu sína.
Jordan og Pippen unnu sex meistaratitla saman með Chicago Bulls á árunum 1991 til 1998 en James er nú fjórum sigurleikjum frá sínum fyrsta meistaratitli. Miami spilaði til úrslita á móti Dallas.
Michael Jordan var 28 ára þegar hann vann fyrsta titilinn sinn 1991 en LeBron James verður 27 ára í lok desember næstkomandi.
Pippen: LeBron gæti orðið betri en Michael Jordan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti





Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti