Gylfi Þór Sigurðsson var valinn leikmaður ársins hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim af stuðningsmönnum félagsins.
Kosningin fór fram á Facebook-síðu Hoffenheim og hlaut Gylfi 907 atkvæði. Tom Starke kom næstur með 718 atkvæði en þeir voru í sérflokki í kjörinu.
Gylfi stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en þangað var hann keyptur síðastliðið haust frá Reading í Englandi. Hann skoraði níu mörk í deildinni og lagði upp þrjú til viðbótar.
Gylfi verður í eldlínunni með A-landsliði Íslands gegn Dönum eftir rúma viku og svo væntanlega með U-21 liðinu í úrslitakeppni EM í Danmörku.
Stuðningsmenn völdu Gylfa leikmann ársins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn