James var með 25,8 stig, 7,8 fráköst, 6,6 stoðsendingar, 2,4 stolna bolta og 1,8 varin skot að meðaltali í leik í einvíginu en hann lék 45,2 mínútur að meðaltali. Það sem meira er að hann hélt Derrick Rose, besta leikmanni NBA í vetur, í aðeins 6,3 prósent skotnýtingu þegar hann dekkaði hann í einvíginu. Rose hitti aðeins úr 1 af 10 skotum á móti honum í leiknum í nótt.
„Það enginn léttir að vera kominn í úrslitin því við eigum verk eftir að vinna. Við höfum smá tíma til að átta okkur á því sem við höfum afrekað en síðan þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Dallas. Við tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut að vinna þennan leik eða vera meistarar í Austudeildinni," sagði LeBron James en hefur mátt þola harða og óvæga gagnrýni síðan að hann setti "ákvörðunina" á svið í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir tæpu ári síðan.
