NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2011 09:00 LeBron James fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira