Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert.
"Þetta er mjög fúlt í rauninni. Ég hefði alveg viljað meira miðað við hvað við sóttum á þá. Það hefði líka getað verið jafnt í hálfleik," sagði Hrannar Björn.
"Ég held það hafi verið svolítið stress í mönnum enda í fyrsta skipti að koma hingað. Þetta er svolítið stórt fyrir okkur," sagði Hrannar en Völsungar léku í hvítu í fyrsta skipti í nokkurn tíma en þeir létu gera sér varabúninga fyrir þennan leik.
"Það truflaði ekkert að vera í grænu. Hvítu búningarnir eru flottir."

