Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Kassai er 35 ára gamall og hefur dæmt fimm leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann hefur dæmt yfir 60 leiki á vegum UEFA á ferlinum en hann hefur verið alþjóðadómari í áratug. Kassai dæmdi á HM í Suður-Afríku á síðasta ári.
Kassai dæmdi meðal annars leik Inter Milan og Bayern Munchen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vetur sem og leik Manchester United og Valencia í riðlakeppninni. United vann þann leik 1-0 en spilað var á Spáni.
Ungverjar eiga alla fimm dómara leiksins, Gabor Eros og Gyorgy Ring verða aðstoðardómarar, Mihaly Fabian og Tamas Bognar verða á endalínunni og Robert Kispal er varadómari.
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
