NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki með bikarinn fyrir að vinna Vesturdeildina. Mynd/AP Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira