San Antonio Spurs datt óvænt út fyrir fyrir Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Spurs-liðið var með besta árangurinn í deildarkeppninni af öllum liðum Vesturdeildarinnar.
Tim Duncan og Manu Ginobili voru tveir af leikmönnum liðsins sem fundu sig ekki í þessum leikjum en nú er komið á daginn að meiðsli Ginobili sem héldu honum frá fyrsta leiknum voru mun alvarlegri en menn töldu á sínum tíma.
Ginobili var skráður hafa tognað á olnboga og lék með sérstaka hlíf til að verja olnbogann. Það rétta var að Ginobili var handarbrotinn og spilaði því í gegnum mikinn sársauka í þessum leikjum.
Ginobili viðurkenndi það í viðtali við argentínsku vefsíðuna Noticiasmdq.com að það hafi verið lítið brot í Humerus-beininu sem nær frá öxlinni niður í olnbogann.
Ginobili tókst engu að síður að vera stigahæsti leikmaður Spurs í einvíginu með 20,6 stig að meðaltali í leik.
Ginobili spilaði handleggsbrotinn á móti Memphis Grizzlies
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti




Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti


Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
