Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.
Kvennalandsliðið er að undirbúa sig fyrir umspilsleiki við Úkraínu þar sem er í boði sæti á HM í handbolta í Brasilíu í desember. Íslenska liðið mun einnig spila við sænska landsliðið seinna í mánuðinum.
Í staðinn fyrir leikina við Tyrki munu íslensku stelpurnar leika æfingarleiki við u-17 ára landslið karla.
Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
