Lagrade með forystuna í kapphlaupinu um AGS 23. maí 2011 09:14 Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands er með afgerandi forystu þegar kemur að valinu á nýjum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að Evrópubúar hafi fullan hug á að halda forstjórastöðu AGS innan sinna raða eins og verið hefur í 65 ár eða allt frá stofnun sjóðsins. Bæði Bretar og Þjóðverjar styðja Lagarde í forstjórastöðuna sem og Frakkar auðvitað. Bæði George Osborne fjármálaráðherra Breta og Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands hafa farið fögrum orðum um Lagarde. Schäube segir að ef Lagrade gefi kost á sér í forstjórastarfið sé það besti möguleiki Evrópu til að halda starfinu innan sinna raða. Ekki eru þó allir sammála um ágæti Lagarde. Þannig hefur Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu lýst yfir því að hann muni einnig sækjast eftir starfinu í samkeppni við hana. Reynders segir að starf forstjóra AGS sé ekki staða sem hægt sé að hafna. Mest er andstaðan þó gegn Lagrande í löndum utan Evrópu. Þannig hafa fjármálaráðherrar Suður Afríku og Ástralíu kallað eftir því að ráðið verði í starfið á grundvelli hæfileika en ekki þjóðernis. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands er með afgerandi forystu þegar kemur að valinu á nýjum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að Evrópubúar hafi fullan hug á að halda forstjórastöðu AGS innan sinna raða eins og verið hefur í 65 ár eða allt frá stofnun sjóðsins. Bæði Bretar og Þjóðverjar styðja Lagarde í forstjórastöðuna sem og Frakkar auðvitað. Bæði George Osborne fjármálaráðherra Breta og Wolfgang Schäube fjármálaráðherra Þýskalands hafa farið fögrum orðum um Lagarde. Schäube segir að ef Lagrade gefi kost á sér í forstjórastarfið sé það besti möguleiki Evrópu til að halda starfinu innan sinna raða. Ekki eru þó allir sammála um ágæti Lagarde. Þannig hefur Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu lýst yfir því að hann muni einnig sækjast eftir starfinu í samkeppni við hana. Reynders segir að starf forstjóra AGS sé ekki staða sem hægt sé að hafna. Mest er andstaðan þó gegn Lagrande í löndum utan Evrópu. Þannig hafa fjármálaráðherrar Suður Afríku og Ástralíu kallað eftir því að ráðið verði í starfið á grundvelli hæfileika en ekki þjóðernis.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira