Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt 23. maí 2011 06:50 Eldgosið í Grímsvötnum. Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira