Það var mikil gleði hjá Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni og félögum þeirra í danska handboltaliðinu AGK er liðið tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta.
AGK vann þá níu marka sigur á Bjerringbro-Silkeborg, 30-21, í öðrum úrslitaleik liðanna og rimmu liðanna því 2-0 samanlagt.
Um var að ræða tímamótaleik á heimsvísu því rúmlega 36 þúsund manns fylltu knattspyrnuleikvanginn Parken í Kaupmannahöfn og settu um leið heimsmet. Aldrei áður hafa jafn margir áhorfendur mætt á einn handboltaleik.
Í myndaalbúminu hér að neðan má sjá stemninguna og gleðina á Parken í gær.
