Sjö leikja sigurganga Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar tók enda í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann goðan sigur, 100-106, í Dallas og jafnaði um leið rimmu liðanna í úrslitum Vesturdeildar í 1-1. James Harden skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokafjórðungnum og lagði heldur betur sitt af mörkum. Dirk Nowitzki sem fyrr magnaður hjá Dallas með 29 stig en Oklahoma átti svör við öllu í nótt.
Bekkurinn hjá Oklahoma steig upp og var með 50 stig gegn 29 frá bekkjarmönnum Dallas. Í fyrsta leiknum vann Dallas 53-22 í baráttu varamannanna.
Kevin Durant skoraði 24 stig fyrir OKlahoma í nótt og Tyson Chandler var með 15 stig og 13 fráköst fyrir Dallas.
Næsti leikur fer fram í Oklahoma.
