Milljónir heimila í Bretlandi horfa nú fram á miklar hækkanir á orkureikningum sínum. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að reikna megi með að orkureikningar breskra heimila muni hækka að meðaltali um 200 pund eða rúmar 37 þúsund krónur á þessu ári.
Orkufyrirtækið Scottish Power, eitt af sex stærstu orkufyrirtækjum Bretlands hefur riðið á vaðið og sagt fimm milljón viðskiptavinum sínum að raforku- og gasverð til þeirra muni hækka um 10% til 19% fram að áramótum.
Það eru einkum miklar verðhækkanir á gasi sem valda því að bresk heimili þurfa að greiða meira fyrir orkunotkun sína.
Miklar hækkanir á orkureikningum breskra heimila

Mest lesið

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu
Viðskipti innlent

Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára
Viðskipti innlent

Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka
Viðskipti innlent

Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka
Viðskipti innlent