Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund 15. júní 2011 14:52 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?" Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?"
Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00