Umhugsunarefni Ögmundur Jónasson skrifar 15. júní 2011 07:00 Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun