Golf

Rigning stríðir golfurum í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Snær Hákonarson hefur forystu fyrir síðasta hring
Arnar Snær Hákonarson hefur forystu fyrir síðasta hring Mynd/Golf.is
Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun.

Arnar Snær lék fyrsta hringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Stefán Már Stefánsson kom næstur á 68 höggum pg Arnór Ingi Finnbjörnsson á 69 höggum. Kylfingarnir leika allir fyrir GR.

Í kvennaflokki lék Nína Björk Geirsdóttir GKJ á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Á hæla hennar kemur Ingunn Gunnarsdóttir GKG á 74 höggum. Sunna Víðisdóttir GR og Tinna Jóhannsdóttir GK spiluðu á 75 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×